Mánudagur 18. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

500 kíló af kókaíni fundust í verksmiðju Nespresso

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan í Sviss lagði hald á 500 kíló af kókaíni, efnið fannst í sendingu af kaffi í verksmiðju Nespresso.

Starfsmenn verksmiðjunnar gerðu lögreglu viðvart þegar þeir fundu hvítt duft í pokum af kaffibaunum. Lögreglan fann efnið falið í fimm gámum sem komu frá Brasilíu.

Í yfirlýsingu frá Nespresso segir að efnið hafi ekki komist í nálægð við kaffihylki í verksmiðjunni: „Við viljum fullvissa neytendur um að öruggt sé að nota allar okkar vörur,“ segir í yfirlýsingunni.

Kókaínið sem lagt var hald á er sagt 80% hreint og talið vera yfir 50 milljón evra virði. Talið er að efnið hafi verið ætlað evrópskum markaði.

Mynd: BBC

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -