Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Abramovich kominn til Kænugarðs – Hefur nú þegar fundað með Úkraínustjórn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rússneski milljarðamæringurinn Roman Abramovich er kominn til Kænugarðs í Úkraínu í þeim tilgangi að blása lífi í glæður friðarviðræðna milli Rússa og Úkraínumanna.

Samkvæmt frétt bandarísku fréttaveitunnar Bloomberg um málið, sem byggð er á ónefndum heimildarmönnum, hefur Abramovich nú þegar fundað með samningamönnum Úkraínumeginn í þessum tilgangi.

Dáleiki hefur verið milli milljarðamæringsins og Vladimir Putin en hann sætir nú hörðum viðskiptaþvingunum vegna þessa, á Vesturlöndum. Síðustu vikur hefur hann verið óopinber milligöngumaður stjórnvalda í Kreml og Kænugarði. Nýlega lýsti Putin því yfir að friðarviðræðurnar væru „komnar í blindgötu“ og forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky sagði í gær að ef Rússar létu verða af hótunum sínum um að tortíma varnarsveitum Úkraínu í Mariupol, mætti gleyma frekari friðarviðræðum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -