Ísraelski herinn drap 163 manneskjur og særðu 350, síðasta sólarhringinn, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gaza.
Fjöldi fórnarlamba sprengjuárása Ísraelska hersins eru enn föst undir braki húsa en björgunarmenn ná ekki til þeirra. Nú hafa að minnsta kosti 24.448 manns verið drepnir á Gaza frá 7. október, þar af um 10.000 börn. Þá hafa að minnsta kosti 61.504 slasast.
Palestínska blaðakonan Bisan Owda, sendi í nótt frá sér myndskeið frá Nasser sjúkrahúsinu í Khan Younis á Gaza, sem er síðasta sjúkrahúsið á Gaza sem er með fulla virkni. Gríðarmiklar árásir voru gerðar á sjúkrahúsið í nótt en Bisan í mynskeiðinu, sem hún birti á Instagram-síðu sinni segir hún frá yfirvofandi árásum á sjúkrahúsið og segir að myndskeiðið gæti verið hennar síðasta.
View this post on Instagram