Mánudagur 30. desember, 2024
-7.2 C
Reykjavik

Að minnsta kosti 30 látnir í lestarslysi í Pakistan – Enn unnið að því að losa fólk úr rústunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Að minnsta kosti 30 eru látnir og 100 slasaðir eftir að farþegalest fór út af sporunum í Suður-Pakistan, samkvæmt BBC.

Fjöldi vagna Hazara Express ultu nærri Sahara lestarstöðinn í Nawabshah, um 275 kílómetra frá Karachi, í Pakistan.

Særðir farþegar voru fluttir á nærliggjandi sjúkrahús og viðbragðsaðilar eru enn að störfum við að reyna að losa fólk úr rústum vagnanna.

Samkvæmt BBC eru lestarslys í Pakistan nokkuð algeng, enda lestarkerfið þar gamaldags.

Lestarmálaráðherrann Saad Rafiq sagði að samkvæmt fyrstu rannsóknum á málinu hafi lestin verið að ferðast á eðlilegum hraða en að unnið sé að því að finna út ástæðu þess að lestin fór af sporunum.

Talsmaður lestarmála í Karachi sagði að minnsta kosti átta vagnar hafi farið af sporunum.

- Auglýsing -

Þegar frétt BBC kom út fyrir rúmum tveimur tímum var fólk enn fast undir lestarrústunum. „Við vitum ekki hvað gerðist, við sátum bara inni,“ sagði ein ringluð kona sem bjargað var úr einum vagnanna, á meðan aðrir voru fluttir á sjúkrahús.

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á aðalsjúkrahúsum Nawabshah og í nágrannahéraðinu Sindh.

Í myndböndum sem birtast hafa á samfélagsmiðlum sýna fjölda fólks á slysstað, en þar sjást nokkrir farþegar klifra út úr hvolfdum lestarvögnum.

- Auglýsing -

Upplýsingaráðherra Sindh, Sharjeel Memon sagði við BBC News að forgangur yfirvalda séu „björgunarstörf, sem við erum algjörlega einbeitt að.“

Árið 2021 lentu tvær lestir á hvor annarri í Sidh-héraði en að minnsta kosti 40 létust í slysinu og tugir slösuðu. Á árunum 2013 til 2019 létust 150 manns í lestarslysum í Pakistan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -