CNN hefur birt nýtt myndefni frá Maríupól, sem tekið var í kjölfar loftárásarinnar á sögufrægt leikhús í síðustu viku. Borgarráð Maripol sagði í morgun að talið væri að um þrjú hundruð manns hefðu fallið í árásinni.
Fjölmargir almennir borgarar höfðu leitað sér skjóls þar vegna árása Rússa og hafði húsið verið merkt sem skjól. Talið er að um 1300 manns hafi verið í leikhúsinu þegar Rússar vörpuðu sprengjum á það.
Volodymyr Vyatrovych, úkraínskur þingmaður, segir árásina vera stríðsglæp. Hann vill að Putin verði látinn svara til saka fyrir stríðsglæpi í Mariupol, Kherniv, Kharkiv og víðar. Þá segir hann þúsundir úkraínskra kvenna og barna hafi látið lífið í árásum Rússa.
Tæplega hálf milljón bjó í Mariupol fyrir innrás Rússa en talið er að þar séu eftir um 100 þúsund manns.
New video shows the aftermath of last week's Russian airstrike on a theatre-turned-shelter in Mariupol, Ukraine, which reportedly claimed the lives of around 300 people. @NewDay's @JohnBerman is joined by @AsamiTerajima, reporter for The Kyiv Independent, to discuss the footage. pic.twitter.com/mPVLVlS5Vn
— CNN (@CNN) March 25, 2022