Ísraelsher drap að minnsta kosti 70 Palestínumenn á Gaza-svæðinu síðastliðinn sólarhring.
Læknaheimildir segja Al Jazeera að að minnsta kosti 20 Palestínumenn hafi fallið í árásum Ísraelshers á Gaza-svæðið frá dögun, þar af 19 á miðsvæðinu.
Meira en 70 Palestínumenn hafa verið drepin síðasta sólarhring í þungum loftárásum Ísraelshers víðsvegar um Gaza.
Í gær sagði fjölmiðlaskrifstofa yfirvalda á Gaza að ísraelski herinn hafi gert 34 loftárásir á óbreytta borgara víða á stríðshrjáðu svæðinu og að tugir hafi einnig særst.
Hamas sveigjanlegt varðandi vopnahlé
Sami al-Arian, forstöðumaður Center for Islam and Global Affairs við Zaim-háskólann í Miklagarði (e. Istanbul), segir að með endurupptöku vopnahlésviðræðna í Katar gæti Hamas verið tilbúið að taka til baka eina af helstu kröfum sínum – tafarlausri brotthvarfi allra ísraelskra hersveita frá Gaza.
„Það hefur verið mikill þrýstingur frá sáttasemjara s,érstaklega Katörum og Egyptum um sveigjanleika á þessum skilmálum. Þeir hafa fullvissað andspyrnuhreyfinguna, Hamas og aðra hópa, um að hugsanlega muni Ísrael á endanum draga sig til baka og hætta stríðinu og það verður að vera einhvers konar hreyfing,“ sagði al-Arian við Al Jazeera.
„Svo virðist sem andspyrnuhreyfingin, Hamas og aðrir, hafi verið opnir fyrir þessu og hafa samþykkt að gefa þessu tækifæri í þetta skiptið, að því tilskildu að þeir muni ekki afhenda þá hermenn sem þeir hafi í haldi , til að bæta samningsstöðu sína.“