Nýlega kom út þriðja sería þáttanna The Witcher, þar sem fyrrum Ofurmennið Henry Cavill fer með hlutverk aðalsöguhetjunnar Geralt of Rivia. Cavill og framleiðendur þáttanna hafa síður en svo verið sammála um framvindu sögunnar en leikarinn, sem er mikill aðdáandi bókanna sem þættirnir eru byggðir á, þótti skipta sér full mikið af. Cavill var því gert að taka poka sinn og þetta verður því síðasta sería þáttanna þar sem Cavill fer með hlutverkið en í hans stað mun Liam Hemsworth taka við hlutverkinu.
Cavill er magnaður í hlutverki Geralts, og margir aðdáaendur þáttanna hafa lýst því yfir að þeir munu ekki halda áfram að horfa eftir að hann hættir, en í tísti frá Netflix er birt myndband þar sem hann sýnir hvernig stór bardagasena í þriðju seríu var tekin upp í einni hálfrar mínútu langri töku.
Henry Cavill gives you a sneak peek behind the scenes at how they created The Witcher's Shaerrawedd one-shot fight pic.twitter.com/NnxJZGBE6S
— Netflix (@netflix) July 19, 2023
Fyrri hluti 3. seríu The Witcher er þegar aðgengilegur á Netflix en seinni hlutinn verður frumsýndur 27. júlí, næstkomandi.