- Auglýsing -
Einungis 22 prósent Ísraela treysta ríkisstjórn landsins. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun fjölmiðilsins Channel 13 í Ísrael.
Skoðanakönnunin hefur einnig leitt í ljós að 75 prósent aðspurðra lýstu trausti á hernum. Þá kemur einnig fram að traust til Benjamins Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, mælist aðeins 29 prósent.
Á sama tíma lýstu 47 prósent aðspurðra trausti á Herzi Halevi hershöfðingja, yfirmanni hersins. Traust varnarmálaráðherrans, Israels Katz, var aðeins 24 prósent í könnuninni.