Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Ættingjar gíslanna láta Netanyahu heyra það:„Í 11 mánuði hefur ísraelsku ríkisstjórninni mistekist“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samtök aðstandenda ísraelskra gísla segja að gíslarnir sex sem fundust látnir á Gaza, væru á lífi ef ríkisstjórn Netanyahu hefði skrifað undir vopnahléssamninginn við Hamas.

„Í 11 mánuði hefur ísraelsku ríkisstjórnininni undir forystu Netanyahus mistekist að gera það sem ríkisstjórninni er ætlað að gera, að skila sonum sínum og dætrum heim. Samningur um endurkomu gíslanna hefur verið á borðinu í meira en tvo mánuði,“ sagði hópurinn í færslu á X.

Og hópurinn hélt áfram: „Ef það væri ekki fyrir skemmdarverkamennina, afsakanirnar og spunann, væru gíslarnir sem fundust látnir í morgun líklega á lífi.“

Því næst beindi hópurinn spjótum sínum beint að forsetisráðherranum: „Netanyahu: nóg af afsökunum. Nóg um spuna. Nóg komið af því að yfirgefa gíslana. Tíminn er kominn til að sækja gíslana okkar heim, að þeir sem lifa fái endurhæfingu og að hinir föllnu og myrtu verðo færðir til grafar í landi sínu.“

Gríðarleg pressa er á Netanyahu en verkalýðsfélög í Ísrael hafa boðað alsherjar verkfall til að knýja ríkisstjórnina til að semja um vopnahlé.

Al Jazeera sagði frá málinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -