Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-8.2 C
Reykjavik

Afró-popp goðsögnin Winnie Khumalo er látin eftir stutt veikindi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Suður-afríska leik- og söngkonan Winnie Khumalo er látin 51 árs að aldri eftir stutt veikindi, að því er fjölskylda hennar hefur nú tilkynnt.

Afropop söngkonan átti langan tónlistarferil sem hófst á níunda áratugnum en hún kom einnig fram í vinsælum Suður-afrískum sjónvarpsþáttum.

Hún er þekktust fyrir lagið Live My Life en hún hefur á ferlinum verið í samstarfi við þekkta Suður-afríska listamenn, þar á meðal Brendu Fassie, heitinnar.

Systir hennar Tshepi Akeepile sagði að söngkonan hafi látist á þriðjudag á leið á sjúkrahús.

„Systir mín var veik. Hún veiktist skyndilega en við héldum virkilega að hún væri að jafna sig. En í morgun kom í ljós að hún hafði ekki náð sér að fullu af veikindum sínum. Hún var flutt í skyndi á sjúkrahús. Því miður var hún úrskurðuð látin á leiðinni,“ sagði Rakeepile við SABC TV.

Ekki er ljóst af hverju hún þjáðist.

- Auglýsing -

Khumalo skilur eftir sig ríka tónlistar- og sjónvarpsarfleifð og var þekkt fyrir kraftmikla rödd sína, fjölhæfni og fjörlega framkomu. Hún gaf út fjölda sólóplatna auk þess að vera bakraddasöngkona Brendu Fassie.

Hún lætur eftir sig dóttur sína, Rethabile Khumalo, sem einnig er söngkona og soninn Thabo Khumalo.

Aðdáendur sem og frægt fólk hafa farið á samfélagsmiðla til að minnast Khumalo og lýsa yfir áfalli og sorg vegna andlátsins.

- Auglýsing -

Kalawa Jazmee Records, plötuútgáfan sem Khumalo vann með, lýsti henni sem „sannri goðsögn“ fyrir að hafa veitt mörgum innblástur með kraftmikilli rödd sinni og „ógleymanlegri framkomu“.

„Ástríða hennar, hæfileikar og hollustu við list hennar hafa sett óafmáanlegt mark á tónlistariðnaðinn og í hjörtum aðdáenda hennar,“ sagði í yfirlýsingu frá útgáfufyrirtækinu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -