Fimmtudagur 26. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Afsögn Boris Johnson: „Ég óska honum samsvarandi eymdar og hann hefur úthlutað öðrum á ferli sínum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Öll spjót hafa staðið að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, undanfarið og mikill þrýstingur á að hann segi af sér. Er það vegna raða hneykslismála og umdeildra ákvarðana, sem má segja að hafi byrjað með gleðskap sem haldinn var í bústað Johnson og höfuðstöðvum ríkisstjórnarinnar í Downingstræti 10 í júní árið 2020, þegar strangt samkomubann var í gildi í Bretandi.

Johnson hefur nú tilkynnt yfirvofandi afsögn sína sem formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra. RÚV greinir frá þessu.

Fréttastofur BBC og Sky hafa greint frá því að Boris Johnson hyggi á afsögn sem formaður Íhaldsflokksins í dag. Hann er þó sagður ætla sér að sitja sem forsætisráðherra fram á haust. Miklar vendingar hafa verið í stjórnmálum í Bretlandi undanfarið. 57 ráðherrar og aðrir áhrifamenn úr bæði ríkisstjórn og flokki Johnson hafa sagt af sér.

Von er á yfirlýsingu forsætisráðherrans í dag, en talið er að hann sitji áfram í starfinu þar til eftirmaður hans hefur verið valinn, en landsfundur Íhaldsflokksins er í október.

Miklar deilur hafa verið innan flokksins undanfarið, sem snúast um forsætisráðherrann sjálfan. Nadhim Zahawi, fjármálaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar sem Johnson skipaði í embætti fyrir aðeins tveimur sólarhringum, sendi frá sér bréf í morgun þar sem hann hvatti Johnson til að segja af sér embætti forsætisráðherra.

Samfélagsmiðlar hafa ekki síður en fréttamiðlar logað í kringum Boris Johnson undanfarið. Þannig skrifaði Jenny Stevens til að mynda á Twitter í gær:

- Auglýsing -

„Þegar Boris Johnson sagði mér upp (í Ráðhúsinu), var ég kölluð inn í stórt herbergi þar sem hann stóð með möppu og las kæruleysislega upp starfsheiti og „verður eytt“ í framhaldinu. Ég vona að honum verði sýnd svipuð kurteisi.“

Færslan hefur fengið töluverða athygli og uppskorið mikil viðbrögð. Libby Holden skrifar athugasemd við hana:

„Þetta var sannarlega hræðilegur tími. Ég trúi því varla að það séu komin 15 ár síðan. Ég óska honum bara samsvarandi eymdar og hann hefur úthlutað öðrum á ferli sínum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -