Fertugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir morðið á Claire Holland, sem hvarf fyrir áratug síðan. Maðurinn, Darren Osment, mun mæta fyrir dóm á fimmtudag eftir að lögreglu bárust ný gögn í málinu. Hin 32 ára Claire sást síðast yfirgefa krá í Bristol korter yfir ellefu þann 6.júní 2012.
Tilkynnt var um hvarf hennar nokkrum dögum síðar og hefur hvorki sést né heyrt frá henni síðan þrátt fyrir leit og beiðnir um upplýsingar. Nýjar vísbendingar voru á kránni þar sem Claire sást síðast.
„Þetta er lykilatriði í rannsókn okkar og við höfum látið fjölskyldu Claire vita. Núna hefur maður verið ákærður fyrir morðið á henni,‘‘sagði Gary Haskins, yfirlögregluþjónn, í samtali við Sky fréttastofu.