Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Aldraðir aðgerðasinnar réðust á Magna Carta skjalið: „Er ríkisstjórnin hafin yfir lög?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tveir loftslagsaðgerðarsinnar á níræðisaldri reyndu að brjóta gler sem ver Magna Carta lagabálkinn á British Library í Lundúnum, með hamri.

Séra Sue Parfitt, 82 ára, og Judy Bruce, 85 ára líffræðikennari á eftirlaunum, gengu inn á bókasafnið og reyndu að mölva glerbúrið sem verndar hið sögulega skjal með hamri og meitil.

Tvíeykið, sem er hluti af Just Stop Oil mótmælahópnum, hélt síðan á skiltum sem á stóð „Ríkisstjórnin er að brjóta lögin“.

Þær heyrðust einni spyrja „Er ríkisstjórnin hafin yfir lög?“

Metrapolitan-lögreglan staðfestir að tvær manneskju hafi verið handteknar, grunaðar um saknæmt tjón og séu í varðhaldi.

British Library í Lundúnum geymir tvö af fjórum afritum sem til eru af Magna Crta en hin tvö er að finna í Lincoln and Salisbury dómkirkjunum.

- Auglýsing -

Lagabálkurinn var gefinn út í júní árið 1215 en það var fyrsta skjalið þar sem sú regla var skrifuð á blað, að konungurinn og ríkisstjórn hans, væri ekki hafin yfir lög.

Séra Parfitt sagði: „Magna Carta er réttilega virt, því það skiptis vo miklu máli fyrir sögu okkar, frelsi okkar og lög okkar.“

Í yfirlýsingu frá bókasafninu segir að öryggisverðir safnsins hafi komið í veg fyrir frekari skemmdir á glerinu, en þær sem gerðar voru á því, en skemmdirnar voru minniháttar.

- Auglýsing -

Þessi nýjustu mótmæli komu eftir að Hæstiréttur Bretlands úrskurðaði að ríkisstjórnin hafi brotið lög með því að samþykkja áætlun um að draga úr kolefnislosun.

Orkuöryggisráðuneytið og Net Zero hélt því fram að Bretland gæti verið „gífurlega stolt“ af árangri sínum við að stemma stigu við loftslagsbreytingar og að málið snerist að miklu leyti um ferli, án þess að gagnrýna ítarlegar áætlanir þess.

Sky News fjallaði um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -