- Auglýsing -
Sven-Göran Eriksson(75), fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, hefur greint frá því að hann sé með banvænt krabbamein.
Þjálfarinn sagði mat lækna benda til þess að hann ætti aðeins tæpt ár eftir ólifað en meinið fannst á síðasta ári. ,,Allir giskuðu á að þetta væri krabbamein og það er rétt. En ég verð að berjast eins lengi og ég get,“ sagði Eriksson í samtali við sænsku útvarpsstöðina P1. Þá sagðist hann reyna að vera jákvæður þrátt fyrir stöðuna og velta sér ekki upp úr veikindunum.