Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin heimsótti tvö sjúkrahús á Gaza – Ástandið grafalvarlegt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (e.Who) lýsa ástandinu á tveimur stærstu sjúkrahúsum Gaza en skortur á heilbrigðisstarfsmönnum er gríðarlegur.

Eftir að hafa heimsótt tvær stærstu sjúkrahúsin, af þeim sem enn standa á Gaza, hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýst ástandinu sem alvarlegu. Eftir að samtökin Læknar án landamæra, yfirgáfu Al-Aqsa sjúkrahúsið, auk tveggja annarra hjálparsamtaka, starfa þar aðeins 12 heilbrigðisstarfsmenn, sem er ekki nema 10 prósent af starfsliði sjúkahússins.

„Aðeins tveir læknar eru tiltækir til að sinna særðum á bráðamóttökunni og fæðingadeildinni hefur verið hætt,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar og er því bætt við að matur, vatn og eldsneyti sé af skornum skammti þar.

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru 700 sjúklingar nú á Nasser-sjúkrahúsinu en þar eru sjúkrarúm fyrir 360 manns. Á sjúkrahúsinu leita einnig um 7.000 Palestínumenn skjóls undan sprengjum Ísraela.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -