Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (e.Who) lýsa ástandinu á tveimur stærstu sjúkrahúsum Gaza en skortur á heilbrigðisstarfsmönnum er gríðarlegur.
Eftir að hafa heimsótt tvær stærstu sjúkrahúsin, af þeim sem enn standa á Gaza, hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýst ástandinu sem alvarlegu. Eftir að samtökin Læknar án landamæra, yfirgáfu Al-Aqsa sjúkrahúsið, auk tveggja annarra hjálparsamtaka, starfa þar aðeins 12 heilbrigðisstarfsmenn, sem er ekki nema 10 prósent af starfsliði sjúkahússins.
„Aðeins tveir læknar eru tiltækir til að sinna særðum á bráðamóttökunni og fæðingadeildinni hefur verið hætt,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar og er því bætt við að matur, vatn og eldsneyti sé af skornum skammti þar.
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru 700 sjúklingar nú á Nasser-sjúkrahúsinu en þar eru sjúkrarúm fyrir 360 manns. Á sjúkrahúsinu leita einnig um 7.000 Palestínumenn skjóls undan sprengjum Ísraela.
On 13 Jan, @WHO, @OCHA and @UNFPA visited Al-Aqsa hospital in Gaza’s middle area and Nasser Medical Complex in Khan Younis, to assess needs in the rapidly changing situation due to ongoing hostilities and evacuation orders in the neighborhoods surrounding the two hospitals.
Lack… https://t.co/q41TZbWy3T
— WHO in occupied Palestinian territory (@WHOoPt) January 15, 2024