Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, eru verulega óttaslaginn yfir því að stríðið í Úkraínu fari úr böndunum í vetur og verði að stórstyrjöld milli NATO og Rússalnds. Hann segir stöðuna grafalvarlega.
„Ég óttast að stríðið í Úkraínu fari úr böndunum og breiðist út og verði að stórstyrjöld á milli NATO og Rússlands. Þetta er mjög alvarlega staða og það eru örlagatímar í Evrópu og þar með fyrir Noreg. Ef þetta fer úr böndunum, getur þetta endað skelfilega,“ sagði Stoltenberg í spjallþætti í norska ríkisútvarpinu fyrir helgina.
Í þættinum var hann spurður út í hvað það væri sem hann óttast mest nú í vetur. Ekki stóð á svörum hjá Stoltenberg því hann segist óttast mjög stórstyrjöld milli NATO og Rússlands. Fram að þessu hefur NATO veitt Úkraínu hernaðarlega aðstoð í formi vopna og þjálfunar hermanna.