Búið er að reka bílstjóra frá Amazon fyrir að hafa keyrt á konu í síðustu viku í Baltimore í Bandaríkjunum.
Samkvæmt fjölmiðlum þar í landi var hin 29 ára gamla Chelsey Douglas um tíma í lífshættu eftir að bílstjórinn keyrði á hana. Í myndbandi sem birtist hefur af atvikinu sést bílstjórinn gá að Douglas eftir að hafa keyrt yfir hana og yfirgefa vettvang í kjölfarið. Þá sjást aðrir bílar keyra fram hjá Douglas og veita ökumenn henni ekki neina hjálp.
David Ellin lögmaður hennar hefur sagt að Douglas sé illa farin og hefur verið efnt til söfnunar fyrir hana. Ellin segir að málið sé í skoðun og ekki sé búið að taka ákvörðun hvort Amazon og/eða bílstjórinn verði kærð fyrir atvikið.
Talsmaður Amazon sagði í yfirlýsingu að bílstjórinn hafi verið rekinn og fyrirtækið vinni náið með lögregluyfirvöldum að lausn málsins. Búið er að handtaka bílstjórann og hann nú í varðhaldi.