Amman Anissa Tinnin lenti heldur betur í óskemmtilegu atviki fyrr í apríl. Hún var heima hjá sér að horfa á tónleikamyndina Eras eftir Taylor Swift með barnabarni sínu þegar maður að nafn Joseph Rivera braust inn hennar og hótaði henni öllu illu.
Rivera var á flótta undan lögreglunni en hann var grunaður um að hafa stolið bíl. Hann stal bíllyklum Tinnin og fór út úr húsinu. Um leið og hann gekk út hringdi Tinnin í neyðarlínuna og sótti byssuna sína. Af einhverri ástæðu snéri Rivera við og kom aftur inn í húsið en þá beið Tinnin eftir honum með byssuna. „Út með þig. Ég mun fokking skjóta þig,“ sagði Tinnin við Rivera áður en hún skaut hann. Svo hlúði Tinnin að sárum Rivera þar til lögreglan mætti á svæðið.
Rivera var handtekinn og ákærður fyrir innbrot og að stela bílum og ýmsa aðra glæpi en hann er góðkunningi lögreglunar í Nýju-Mexíkó þar sem atvikið átti sér stað.
Í myndbandinu hér fyrir neðan má heyra upptöku af símtali Tinnin við neyðarlínuna og brot úr öryggismyndavélum.