Four Weddings and a Funeral-stjarnan Andie MacDowell, sem einnig er þekkt fyrir að vera móðir Margaret Qualley, hélt að hún væri „bókstaflega að falla í sundur“ í kjölfar þess að hún greindist með peruvöðvaheilkenni (e. piriformis syndrome).
Groundhog day-leikkonan Andie MacDowell, hefur nú opnað sig vegna baráttu sína við peruvöðvaheilkennis sem hún greindist nýlega með en það er vöðvasjúkdómur sem þjappar saman settauginni, sem liggur frá mjóbaki niður í fætur, sem veldur bólgum.
Andie sagði frá því hvernig sársauki hafi upphaflega byrjað að „skjótast niður fótinn“ á sér, nýlega í spjallþættinum The Drew Barrymore Show. „Ég hélt að ég yrði að fara í mjaðmaskipti.“
Hin 66 ára gamla leikkona sagði að ástand hennar hefði bara versnað þegar hún byrjaði að hjóla á innihjólinu sínu „eins og brjáluð manneskja.“
„Þetta er ekki viðeigandi fyrir líkama minn og ég endaði með slæm hné og slæma mjöðm,“ hélt hún áfram. „Ég hélt að ég væri bókstaflega að detta í sundur.“
Sem betur fer þurfti Sex, Lies and Videotape-leikkonan ekki að fara í aðgerð. Samt sem áður þarf Andie nú að þjálfa mjaðmir og rass á hverjum degi til að koma í veg fyrir að hún bólgni upp svo líkaminn „verkjar ekki lengur“. „Þetta er kraftaverk,“ sagði hún um meðferð sína og bætti við: „Hnéin mín eru góð fyrir utan öldrun. Þau hafa elst.“
En auk þess að breyta líkamsþjálfuninni sinni, hefur Cedar Cove-leikkonan líka valið rólegri lífsstíl en hún hefur flutt úr ysi og þysi Hollywood til Suður-Karólínu, sem hluta af nýrri lífssýn.
„Þegar krakkarnir mínir fóru, fann ég fyrir miklu tómarúmi í lífi mínu vegna þess að þau voru mér svo mikilvæg,“ Andie, sem deilir dætrunum Rainey Qualley, 35, og Margaret Qualley, 30, ásamt syninum Justin Qualley, 38, með fyrrverandi eiginmanni sínum, Paul Qualley, útskýrði. „Margaret var í raun að segja mér að ég ætti að vera að hafa tíma lífs míns, en ég var ekki.“
Síðan hún flutti segist Andie vera „hamingjusamari núna en ég hef verið í langan tíma“.
„Ég hef tíma lífs míns núna,“ bætti hún við. „Það er mjög gott.“