Áframhaldandi vandræðasögu um búsetu Andrésar Bretaprins í Royal Lodge í Windsor er hvergi nærri lokið, þar sem konunglegir fréttaskýrendur spá fyrir um frekari vandræði fyrir hinn forsmáða prins. Í hlaðvarpinu Palace Confidential gaf Robert Hardman, höfundur ævisögu um Karl konung, í skyn að Andrés prins gæti misst hið flotta húsnæði sitt í Windsor, þrátt fyrir fyrirætlanir hans um að vera þar kyrr.
Hardman benti á: „Konungurinn er mjög meðvitaður um að húsnæðið sé ekki algjörlega í hans eigu. Þetta er eign Crown Estate og Crown Estate heyrir að endingu undir stjórnvöld. Konungurinn getur ekki rekið hann út og myndi ekki vilja það.“
Þrátt fyrir að virðast hafa tryggt fjármagn til að vera áfram í hinu konunglega heimili, eru vaxandi áhyggjur af því hvort hertoginn af York geti haldið því við viðunandi staðla, sem gæti kallað á ný vandamál. Eins og Hardman sagði: „Konunglega safnið, sem á töluvert af gersemunum þarna inni, gæti sagt: „Jæja, við getum ekki verið viss um að þessi staður sé öruggur lengur,“ og þeir munu byrja að taka málverkin og sumt af húsgögnunum í burtu.“
Samkvæmt Express undirstrikaði Hardman hið umdeilda eðli kröfu Andrésar prins um eignina sem metin er á um 30 milljónir punda, og lagði áherslu á sögulega búsetu þess af konungsfjölskyldunni sem þjónað hefur þjóðinni á virkan hátt. Hann sagði: „Þetta er hús sem hefur alltaf tilheyrt einhverjum sem gegnir opinberum skyldum fyrir hönd þjóðarinnar. Það var alltaf þegar Georg sjötti bjó þar, þegar drottningarmóðirin bjó þar og Andrés prins til að byrja með.“
Bætti hann við: „Hann gegndi opinberum skyldum og þess vegna var skylda ríkisins til að sjá um þessa eign, tryggja að hún væri örugg. Nú hefur hann ekkert opinbert hlutverk, enga möguleika á opinberu hlutverki, og ég held að það geri það að verkum að draga megi í efa hvað hann er enn að gera á stað sem í fjöldi ára var heimili konungsfólks sem gengdi opinberu hlutverki.“
Í bók Roberts er dregið fram að fjárhagsstaða Andrésar prins sé nokkuð ógagnsæ. Vitnað er í innherja hallarinnar: „Hann segist hafa fundið aðra tekjustofna tengda samskiptum sínum í alþjóðaviðskiptum, sem nægja til að standa straum af öllum kostnaði hans, sem væri kærkomin niðurstaða fyrir alla aðila ef svo reynist. En Það er svo annað mál hvort hægt sé að treysta á þetta fjármagn til lengri tíma litið.“
Höfundurinn veltir fyrir sér að hvort dvöl Andrésar í hinu glæsilega 30 herbergja bústað snúist um stolt frekar en eitthvað annað.
„Einhver sagði við mig um daginn að hann ætti ekkert annað,“ sagði Robert ennfremur. „Hann á ekkert opinbert líf. Hann hefur ekkert opinbert hlutverk. Og hann er greinilega helgaður þessu heimili og honum líkar að vera þar. Þannig að ef hann getur látið það virka mun hann að reyna það.“