Laugardagur 21. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Antonio Guterres: „Hraði og umfang blóðbaðs á Gaza er umfram allt sem ég hef séð sem aðalritari“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Antonio Guterres, framkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna segist aldrei hafa séð jafn mikið blóðbað á svo skömmum tíma, frá því að hann hóf störf sem aðalritari SÞ.

Í Jórdaníu stendur nú yfir ráðstefna vegna ástandsins á Gaza, í Palestínu en fyrir stuttu steig Antonio Guterres í pontu. „Hraði og umfang blóðbaðs og manndráps á Gaza er umfram allt sem ég hef séð á árum mínum sem aðalritari,“ er meðal þess sem hann segir.

Guterres bætir við að minnsta kosti 1,7 milljón manna, 75 prósent af íbúum Gaza, hafi ítrekað þurft að flýja árásir Ísraelshers.

„Hvergi er öruggt að vera, aðstæður eru ömurlegar, lýðheilsuástand er komið yfir kreppustig. Sjúkrahús Gaza liggja í rúst, sjúkrabirgðir og eldsneyti eru af skornum skammti eða ekki til,“ sagði hann.

„Meira en ein milljón Palestínumanna á Gaza hefur ekki nóg drykkjarvatn og stendur frammi fyrir örvæntingarfullu hungri. Yfir 50.000 börn þurfa meðferð við bráðri vannæringu.“

Bætir hann við: „Eina leiðin fram á við er í gegnum pólitíska lausn sem opnar leið til viðvarandi friðar sem byggir á tveimur ríkjum – Palestínu og Ísrael, sem búa hlið við hlið í friði og öryggi … með Jerúsalem sem höfuðborg beggja ríkjanna“.

- Auglýsing -

„Við skulum halda áfram að vinna að því um leið og við vinnum að því að svara ákalli dagsins til aðgerða fyrir Palestínumenn á Gaza , sem eru í svo mikilli og tafarlausri þörf fyrir hjálp,“ sagði hann.

Fjörutíu Palestínumenn voru drepnir í nótt og 120 særðir, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gaza og þá tala drepinna komin upp í 37,164, fyrir utan þá tugi þúsunda sem týnd eru undir rústum bygginga. Þá hafa að minnsta kosti 15 þúsund börn verið drepin í árásum Ísraela.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -