Nýlega úrskurðaði dómari í Bretlandi að Julian Assange blaðamanni væri óheimilt að áfrýja framsalsúrskurði undiréttar. Kristinn Hrafnsson, vinur Assange og ritstjóri Wikileaks er ævareiður vegna þessa enda er verið að refsa blaðamanni fyrir að vinna vinnuna sína.
„Hann heitir Jonathan Swift, dómarinn sem ákvað eftir 8 ½ mánaða yfirlegu að úrskurða á dögunum að Julian Assange væri óheimilt að áfrýja framsalsúrskurði undirréttar,“ skrifaði Kristinn í magnaðri færslu á Facebook sem hefur vakið verðskuldaða athygli. Og hann hélt áfram:
„Hinn æruverðugi Swift dómari (eins og hann er titlaður) var ekki að verja mörgum orðum í rökstuðninginn. Ekkert um þau nýju gögn sem lögð voru fram sem sýna glöggt að Julian á ekki möguleika á réttlátri málsmeðferð í Bandaríkjunum. Ekki orð um að verið er að framselja hann í hendur leyniþjónustu sem hafði uppi áform um að taka hann af lífi. Aðeins snöggsoðin og fýluleg aðfinnsla um að yfirhöfuð væri verið að ónáða réttinn með þessu erindi. HANN teldi Julian hafa fengið fyrirtaks málsmeðferð í undirrétti og því þarflaust að ónáða áfrýjunarrétt með því að fá að leggja mat undirréttardómara undir High Court.“
Kristinn segir að Assange hafi aðeins einn möguleika eftir í stöðunni.
„Það er fáheyrt í svo mikilsverðu máli að hafna áfrýjun. Julian hefur þann eina möguleika núna að biðja tvo aðra dómara eftir helgi um endurskoðun á þessum úrskurði Swifts. Það gæti verið skjótafgreitt erindi. Gæti þess vegna verið afgreitt fyrir réttarhlé á miðju sumri. Þá eru öll sund lokuð fyrir Julian í Bretlandi.“
Því næst snéri Kristinn sér að stjórnvöldum í Bretlandi sem hann segir að sé ævareið Mannréttindadómstóli Evrópu fyrir afskiptasemi.
Þið á Íslandi vitið vel að innan áskriftarflokks dómsmálaráðuneytis hafa verið öfl sem munu horfa öfundaraugum til slíkrar röggsemi Breta. Líklegast fylgja á eftir. Losna við mannréttindakvabbið frá MDE.“
Ef Assange verður framseldur til Bandaríkjanna, líkt og verður að teljast ansi líklegt úr þessu, bíður hans allt að 175 ára fangelsisdómur.
100%.“
Segir Kristinn að búið sé að „ákveða að murka lífið úr Julian“.
„Það er búið að ákveða að murka lífið úr Julian. Með hægfara sálrænum pyntingum sem hann hefur verið beittur (og um það úrskurðað af fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í þeim málaflokki). Það skiptir engu þó að öll helstu mannréttindasamtök heimsins leggi pressu á Bandaríkin. Það skiptir engu máli þó að forsætisráðherra Ástralíu fari fram á það við Biden forseta að láta af þessari geðveiki. Það skiptir engu máli þó að þeir forsetar sem ég hef hitt geri opinberlega kröfu um hans lausn, Obrador í Mexikó, Pedró í Kólumbíu, Lula í Brasilíu, Fernandez í Argentínu og Arce í Bólivíu. Það skiptir heldur engu máli hvað þið segið á Íslandi.“
Lokaorð Kristins eru sterk:
Fasisminn vill ekkert ónæði.“