Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.6 C
Reykjavik

Ástrali datt heldur betur í lukkupottinn er hann fann stærðarinnar gullmola: „Konan verður ánægð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ástralskur maður, vopnaður ódýru málmleitartæki datt heldur betur í lukkupottinn á dögunum er hann fann stærðarinnar gullhnullung.

Maðurinn, sem ekki vill vera nafngreindur, fann gullið á gullsvæðinu í Victoriu-fylki en þar var hjarta ástralska gullæðisins á nítjándu öld.

Hnullungurinn vó heil 4,6 kíló en Darren Kamp, sá sem mat virði gullsins og keypti það af manninum, sagði að þetta væri stærsti gullhnullungur sem hann hefði séð á sínum ferli sem spannar 43 ár.

„Ég varð bara orðlaus … svona finnur maður bara einu sinni á ævinni,“ sagði hann í samtali við BBC.

Herra Kamp hafði ekki hugsað of mikið út í það þegar maður með stóran bakpoka á bakinu gekk inn í verslun sína í Geelong, um klukkustund suðvestur af Melbourne. Venjulega kemur fólk inn með glópagull eða aðra steina sem líta út eins og gull, að sögn Kamps.

„En hann dró þennan stein út og lét hann falla í lófann á mér og sagði, „heldurðu að þetta sé milljón króna virði?“.“

- Auglýsing -

„Ég leit á hann og sagði, „meira svona 9 milljónir“.“

Þá sagði maðurinn að þetta væri aðeins helmingurinn af því sem hann hefði fundið. Þegar restin af grjóthnullungnum var komin upp, reyndist þyngdin vera 4,6 kíló og þar af 2,6 kíló af gulli. Virði þess var um 22 milljónir króna.

Eftir að Kamp lét meta gullið, keypti hann það af þeim fundvísa. Sagði hann að hinn heppni maður væri spenntur að eyða hinum óvænta lukkupotti í fjölskyldu sína. „Hann sagði við mig, „úff, konan verður ánægð“.“

- Auglýsing -

Þrátt fyrir að slíkar uppgötvanir séu sjaldgæfar er talið að Ástralía innihaldi mesta gullforða heims en margir stærstu gullmolarnir hafa fundist einmitt þar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -