- Auglýsing -
Heilbrigðisráðuneyti Palestínu segir að tala látinna af völdum vannæringar og ofþornunar á Gaza sé komin upp í 18.
„Hungursneyðin er að dýpka og þúsundir manna munu deyja ef árásirnar verða ekki stöðvaðar og mannúðar- og læknisaðstoð veitt strax,“ sagði í yfirlýsingu.
Í yfirlýsingunni er því bætt við að Ísrael væri „vísvitandi“ að svelta þúsundir hungraðra manna í norðurhluta Gaza og hvatti alþjóðasamfélagið og Sameinuðu þjóðirnar til að stöðva stríðið og forðast „heilbrigðishamfarir.“
Al Jazeera sagði frétt af málinu.