Föstudagur 17. janúar, 2025
1.2 C
Reykjavik

Átökin á Gazasvæðinu: Viðbrögð heimsins vegna átakanna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölmörg ríki og talsmenn þeirra hafa gefið yfirlýsingar í kjölfar sprengjuárásanna og innrás Hamas í Ísrael í nótt. Hér má sjá samantekt af því helsta sem fréttastofan Al Jazeera tók saman og birti í dag.

Arababandalagið

Æðsti maður Arababandalagsins, Ahmed Aboul Gheit hvatti til þess að hernaðaraðgerðum og hringrás vopnaðra átaka milli beggja aðila yrði tafarlaust hætt á Gazasvæðinu.

„Viðvarandi öfgafullar og ofbeldisfullar aðgerðir Ísraelsmanna er tímasprengja sem sviptir svæðið öllum raunverulegum tækifærum á að stöðugleiki náist í fyrisjáanlegri framtíð.“

Brasilía

„Brasilísk stjórnvöld fordæmir röð sprengjuárása og árása á jörðu niðri sem áttu sér stað í Ísrael og áttu upptök sín á Gazasvæðinu“ segir utanríkisráðuneyti Brasilíu í yfirlýsingu og hvöttu alla aðila til að forðast að átökin stigmagnist.

- Auglýsing -

Belgía

„Belgía fordæmir harkalega þær umfangsmiklu eldflaugaárásir gegn Ísraelskum borgurum, Ofbeldi og ógn dregur aðeins þjáningu á langinn og hindrar greiða leið að samtali milli aðila. Hugur okkar er hjá öllum sem málið snertir. Við fylgjumst grannt með með málinu“ skrifaði ráðherra utanríkismála Hadja Lahbib á samfélagsmilinum X.

Tékkland

- Auglýsing -

„Árásirnar frá Gazasvæðinu eru ömurlegar hryðjuverkaárásir gegn Ísraelsríki og borgurum þess“ sagði Petr Pavel, forseti landsins í yfirlýsingu. „Eldflaugaárásirnar og innrás hermanna Hamas í Ísrael munu koma í veg fyrir friðsamlega lausn á deilu Ísraels og Palestínu í langan tíma.“

Egyptaland

Egyptaland varar við alvarlegum afleiðingum sem hljótast af því að magna spennu milli Ísraels og Palestínu í yfirlýsingu sem utanríkisráðuneyti landsins sem birt var í ríkismiðli landsins.

Þar er kallað eftir því að aðilar hafi fullt taumhald á sér og komið verði í veg fyrir að leggja óbreytta borgara í frekari hættu.

Frakkland

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fordæmdi það sem hann kallar hryðjuverkaárásir gegn Ísrael.

„Ég mótmæli harkalega þeim hryðjuverkaárásum sem skella á Ísrael þessa stundina. Ég lýsi yfir fullri samstöðu með fórnarlömbum árásanna, fjölskyldum þeirra og þeim sem standa þeim næst.“ Skrifaði Macron á X.

Á sama miðli birti Franska sendiráðið í Ísrael „Okkur hryllir við því sem er að gerast og kemur sunnan að landinu. Þessar hryðjuverkaárásir eru óboðlegar og ættu að vera fordæmdar af öllum. Það stöndum þétt með Ísrael og Ísraelsmönnum.“

Jórdanía

Utanríkisráðherra Jórdaníu, Ayman Safadi, varaði við eldfimu ástandinu „sér í lagi í ljósi þess hvað borgir og svæði Vesturbakkans eru að verða vitni að af hálfu Ísraelskra árása og brot þeirra gegn Palestínumönnum.“

Þýskaland

„Okkur bárust hræðilegar fréttir í dag frá Ísrael. Við erum í áfalli vegna eldflaugaárásanna frá Gaza og ofbeldis sem færist í aukana. Þýskaland fordæmir þessar árásir af hálfu Hamas og stendur með Ísrael“ sagði Olaf Scholz kanslari á samfélagsmiðlum.

Grikkland

„Grikkland fordæmir sterklega þungar eldflaugaárásirnar í dag frá Gaza gegn Ísrael. Grikkland stendur með Ísrael og hefur miklar áhyggjur af þessari óviðunandi aukningu ofbeldis“ sagði Gríski utanríkisráðherrann á X í dag.

Hezbollah

Vopnuðu samtökin Hezbollah frá Líbanon gáfu út yfirlýsingu þar sem sagt er að þau fylgist grannt með gangi mála á Gazasvæðinu og væru í beinum samskiptum við leiðtoga andspyrnuhers Palestínu og bættu við að árásirnar hefðu verið afdráttarlaus viðbrögð við viðvarandi hersetu Ísraelsmanna og skilaboð til þeirra sem vildu ná jafnvægi á samskipti sín við Ísraelsmenn.

Íran

Ráðgjafi Æðsta Leiðtoga Írana, Ali Hosseini Khamenei, sagði að Íranir styddu árásir Palestínumanna samkvæmt fréttaveitunni ISNA þar í landi.

Þar var haft eftir ráðgjafanum, Rahim Safavi, að „Við óskum Palestínskum hermönnum til hamingju. Við stöndum með palestínsku bardagamönnunum þar til að Palestína og Jerúsalem hafa verið frelsuð.“

Utanríkisráðuneyti Írans sagði að árásir Palestínumanna væru til marks um aukið sjálfsöryggi þeirra andspænis hertöku Ísraelsmanna.

Ítalía

Ítalía taldi að Ísrael væri í fullum rétti til að verja sig gegn grimmilegum árásum Hamasliða. Ríkisstjórnin sagði að þau „fordæmdu í orðsins fyllstu merkingu þá ógn og það ofbeldi sem stæði yfir gagnvart saklausum borgunum.“

Japan

Japan fordæmdi aðgerðir Hamas og annara vopnaðra Palestínumanna gegn Ísraelsmönnum í Ísrael og hvati báða aðila að sýna stillingu til að forðast frekari skaða.

Kúveit

Kúveit lýsti yfir alvarlegum áhyggjum sínum vegna þróunar mála milli Ísrael og Palestínumanna þar sem Ísrael er kennt um hróplegar árásir Ísraelsmanna og gera ákall til allra ríkja að stöðva ögrandi aðgerðir hersetuliða Ísraelsmanna og aukið landnám Ísraela.

Morokkó

„Morokkóska Konungsríkið lýsir yfir miklum áhyggjum af hrörnun ástansins og hernaðaraðgerðum á Gazasvæðinu, og fordæmir árásir gegn óbreyttum borgurum hvar sem þeir gætu verið“ sagði í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti landsins.

NATO

Atlantshafsbandalagið fordæmdi aðgerðir Hamas gegn NATO ríkinu Ísrael og sögðu að hugur bandalagsins væri með fórnarlömbunum og öllum sem málið snerti.

Dylan White, talsmaður NATO sagði að „Hryðjuverk er ógn við grunnstoðir frjálsra ríkja, og Ísrael hefur fullan rétt á að verja sig.“

Katar

Utanríkisráðuneyti Katar gaf út yfirlýsingu þess efnis að Ísrael bæri ábyrgð á þeirri viðvarandi aukningu á ofbeldi gegn Palestínumönnum. Þar er þess farið á leit við báða aðila að sýna stillingu og gerir ákall til alþjóðasamfélagsins að leyfa þessum atburðum ekki að verða til þess að Ísraelsmenn geti farið í óhóflega grimmt stríð gegn þegnum Palestínu.

Rússland

Rússland sagðist vera í sambandi við bæði Ísrael, Palestínumenn og arabalönd í tengslum við aðgerðanna milli Ísrael og Palestínu samkvæmt viðtali Mikhail Bogdanov við Interfax, en hann bætti við að „Það segir sig sjálft að við munum alltaf kalla eftir því að báðar hliðar sýni stillingu.“

Sameinuðu Arabísku Furstadæmin

Sameinuðu Arabísku Furstadæmin er eitt af þeim ríkjum sem núllstilltu samskipti sín við Ísrael árið 2020 ásamt Bahrain og Morokkó. Furstadæmin kalla eftir því að báðar hliðar sýni fyllstu stillingu og vopnahléi verði komið á samstundis til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar og lýstu samúð sinni með fórnarlömbum atburðanna.

Bretland

Bretland gagnrýndu aðgerðir Hamas og lýstu því yfir að Ísrael ætti fullan rétt á að verja sig gegn árásunum.

Sameinuðuþjóðirnar

Formaður mannréttindamála hjá Sameinuðuþjóðunum, Volker Tuerk, sagði að „þessi árás er að hafa skelfilegar afleiðingar fyrir Ísraelska þegna … óbreyttir borgarar ættu aldrei að vera skotmörk slíkra árása.“

Öryggisráð Sameinuðuþjóðanna mun hittast á morgun, sunnudag.

Bandaríkin

Bandaríkin fordæmdu „skelfilegar hryðjuverkaárásirnar í Ísrael.“

Hvíta Húsið sagði í yfirlýsingu að „Bandríkin fordæma ótvírætt þessar tilefnislausu árásir hryðjuverkamannanna Hamas gegn óbreyttum Ísraelskum borgurum. Við stöndum þétt með ríkisstjórn og borgurum Ísrael. Það er aldrei réttlæting á hryðjuverkum.“

Lloyd Austin, yfirmaður í Bandaríska hernum, sagði: „Á næstu dögum mun varnarmálaráðuneytið vinna að því að sjá til þess að Ísrael hafi allt sem þarf til að verja sig og þegna sína gegn ofbeldi og hryðjuverkum.“

Joe Biden varaði aðra aðila sem eru óvinveittir Ísrael að nota kringumstæðurnar á Gazasvæðinu sér í vil.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -