Að minnsta kosti 20 Palestínumenn voru drepnir í loftárásum Ísraelshers í nótt, þar af átta börn og jafnmargar konur.
Ísraelsher gerði loftárásir á bæina az-Zuwayda, þar sem búa álíka margir og í Reykjanesbæ og al-Mughraqa, þar sem búa álíka margir og í Árborg, á Gaza í nótt.
Fórnarlömbin voru flutt á al-Aqsa sjúkrahúsið en lík þeirra sem létust var raðað hlið við hlið á jörðina en syrgjandi ættingjar umkringdu þau. Átta börn eru meðal látinna, sem og átta konur.
Samkvæmt Al Jazeera er ástandið á svæðinu grafalvarlegt en svæðið sem árásirnar voru gerðar á, eru svæði sem Palestínumönnum frá Rafah var sagt að leita skjóls á.