Fimmtudagur 16. janúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Átta manns létust í skotárás – Nágranni myndaði byssumanninn út um glugga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Átta manns létust eftir skotárás sem átti sér stað í ríkissal votta Jehóva í Hamborg í Þýskalandi í gærkvöldi. Árásarmaðurinn er sagður vera einn hinna látnu og telur lögregla að hann hafi verið einn að verki. Fimm aðrir særðust í árásinni en samkvæmt heimildum AP-fréttastofu var lögregla á vettvangi við rannsóknarstörf í alla nótt.

Lögreglu barst tilkynning um árásina klukkan korter yfir níu í gærkvöldi og var aðkoman sláandi. Fólk var með skotsár á jarðhæð hússins og heyrði lögregla byssuhvell á hæðinni fyrir ofan. Þar fundu þeir alvarlega særðan mann sem er talinn vera árásarmaðurinn. Íbúar í nágrenninu voru óttaslegnir og heyrðu fjölda byssuhvella. Einn íbúanna myndaði mann sem skaut í gegnum glugga á annarri hæð hússins. Vottar Jehóva sögðu samfélagið slegið yfir árásinni á trúbræður þeirra eftir guðsþjónustu í Hamborg en ströng skotvopnalöggjöf er í Þýskalandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -