Hinn 89 ára gamli öldungadeildarþingmaður, Dianne Feinstein tilkynnti á þriðjudaginn að hún myndi hætta á Bandaríkjaþingi í lok kjörtímabilsins desember 2024. Hún gleymdi því svo aftur.
Demókratinn aldraði sendi út tilkynningu á þriðjudaginn þar sem sagðist ætla að ljúka störfum á Bandaríkjaþingi í lok kjörtímabils hennar í lok árs 2024. Samkvæmt fréttamiðlum Vestra hafa fréttirnar legið í loftinu um nokkurt skeið og víst að nú mun opnast pláss fyrir aðra manneskju í öldungadeildinni. Feinstein hefur setið á þingi síðustu 30 árin en engin kona hefur setið svo lengi þar á bæ.
En svo þegar hún spurð út í tilkynninguna á göngum þingsins, sagðist hún ekki hafa tekið neina slíka ákvörðun. „Ég hef ekki sent neitt frá mér,“ sagði hún.
Starfsmaður skrifstofu hennar minnti hana þá á að tilkynning hafi vissulega verið send frá skrifstofu hennar. „Ég hefði átt að vita að þeir sendu þetta út,“ svaraði Feinstein þá. „Þetta er það sem þetta er, ég held að tíminn sé kominn,“ bætti hún svo við.
Þrátt fyrir misvísandi svör, virðast flestir á þinginu halda að hún sé í raun að hætta.
Chuck Shumer, leiðtogi meirihluta öldungadeildar, sagði að ferill Feinstein væri „langur og virðulegur og skæri sig úr fyrir mikla vídd og breidd þess sem hún áorkaði.“ Samkvæmt Shumer hélt Feinstein tilfinningaríka ræðu með samstarfsfélögum hennar á vikulegum hádegisverðaboði Demókrata á dögunum þar sem hún sagðist ætla að hætta á þingi eftir tímabilið.
Frá því að Feinstein kom til öldungadeildarinnar árið 1992 hefur hún sett mark sitt á fjölda stefnumála, allt frá því að berjast gegn byssuofbeldi og yfir í að rýna í og andmæla notkun pyntinga sem yfirheyrsluaðferðar. Hún er talin einn af afkastamestu þingmönnum sinnar kynslóðar og brautryðjandi kvenkyns stjórnmálamanna.
Minni Feinstein var greinilega farið að minnka þegar hún eftir kosningarnar 2018 en 2021 tilkynntu leiðtogar Demókrataflokksins að hún myndi ekki sitja í hinni valdamiklu Dómsmálanefnd öldungadeildarinnar. San Francisco Chronicle sögðu frá því í fyrra að minni hennar „hrakaði hratt“ en samstarfsfélagar hennar og starfsfólk höfðu sífellt meiri áhyggjur af því að hún gæti ekki unnið starf sitt að fullu.
The Daily Beast sagði frá þessu ásamt öðrum miðlum Vestanhafs.