Atvinnukylfingurinn Isi Gabsa lenti heldur betur í leiðinlegu atviki í gær á U.S. Open golfmóti kvenna í gær.
Þar var hún að slá högg á 12. holu á Lancaster golfvellinum í Pennsylvaníu fylki þegar hún varð fyrir því óláni að golfkúla hennar lenti á fugli sem hafði komið sér fyrir á golfvellinum og dó fuglinn við höggið. Lýsendur sjónvarpsútsendingar voru eðlilega slegnir yfir þessu.
„Af öllu því skrýtna sem við höfum séð á 12. holu þá er þessi dapurlegi atburður sá skrýtnasti,“ sagði Brandel Chamblee um atvikið og tók meðlýsandi hans undir með honum. „Skelfilegt. Þetta er ekki eitthvað sem þú vilt sjá á golfvelli.“