Parks and Recreation stjarnan Aubrey Plaza tjáði sig í fyrsta skipti síðan Jeff Baena, tíður samstarfsmaður hennar og eiginmaður hennar til fimm ára, lést 47 ára að aldri. Hún gaf út sameiginlega yfirlýsingu með fjölskyldu hans, sem inniheldur mömmu hans Barböru Stern, stjúpföðurinn Roger Stern, föðurinn Scott Baena og stjúpmóðurina Michele Baena.
„Þetta er ólýsanleg harmleikur,“ segir í yfirlýsingu frá Plaza og Baena/Stern fjölskyldunni sem E! News fékk í hendurnar 6. janúar. „Við erum innilega þakklát öllum sem hafa boðið stuðning. Vinsamlegast virðið friðhelgi einkalífs okkar á þessum tíma.“
Samkvæmt skrám yfirlæknis í Los Angeles, framdi leikstjórinn og handritshöfundurinn sjálfsvíg þann 3. janúar síðastliðinn.
Plaza átti að kynna á Golden Globe 2025 þann 5. janúar en vegna harmleiksins varð ekki úr því. Samstarfsfélagar hennar í Hollywood vottuðu henni virðingu sína meðan á verðlaunahátíðinni stóð, en Brady Corbert, sem valinn var besti leikstjórinn á Golden Globe lauk ræðu sinni með því að segja: „Í kvöld er hjarta mitt hjá Aubrey Plaza og fjölskyldu Jeffs.“
Auk Corbet hafa margir samstarfsmenn leikstjórans deilt áhrifamiklum minningarorðum um hann á samfélagsmiðlum, þar á meðal leikarinn Adam Pally.
„Jeff Baena var ljúfur gyðingastrákur frá Miami,“ skrifaði leikarinn, sem kom fram í þremur kvikmyndum Baena, Life After Beth, The Little Hours og Joshy, á Instagram 5. janúar. „Hann var samstarfsmaður, leiðbeinandi, furðulegasti körfuboltamaðurinn. leikmaður með ljótasta stökkskot sem þú hefur séð.“
„Hann var hæfileikaríkur leikstjóri með óaðfinnanlega smekkvísi og yfirsýn,“ hélt Pally áfram. „Hann var tengiliður fólks, fóstrari möguleikans, gaurinn sem vissi hvar besti veitingastaðurinn var, sama hvar þú varst. Of náðugur gestgjafi með næstum truflandi stefnu um að dyr hans væru ávalt opnar, alfræðiorðabók um kvikmyndir og það mikilvægasta fyrir mig, vinur.“
Aubrey og Jeff byrjuðu saman árið 2011 en giftu sig fyrir fimm árum síðan. Þau voru barnlaus.
Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent er á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.