Úkraínskur bær á stærð við Mosfellsbær er nú aðeins rústir einar eftir gegndarlausar árásir rússneska hersins.
Rússneskir hermenn halda áfram sókn sinni á úkraínska bæinn Chasiv Yar. Fyrri hluta janúar hertók rússneski herinn Chasiv Yar-málmbræðsluverksmiðjuna, áður helsta vígi úkraínska hersins í borginni. Núna berjast herirnir tveir um rústirnar sem eitt sinn var miðbær Chasiv Yar.
Þann 29. janúar birti úkraínska innanríkisráðuneytið myndir af eyðileggingunni, teknar af úkraínskum hermönnum sem berjast þar. „Einu sinni bjuggu um 13.000 manns í þessum bæ. En síðan Rússar komu, er allt sem eftir er auðn,“ skrifaði ráðuneytið.
Hér má sjá ljósmyndir hermannanna: