Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-0.3 C
Reykjavik

Bandaríkjamenn segjast hafa drepið leiðtoga ISIS: „Munum ekki leyfa þeim að nýta sér ástandið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bandarísk yfirvöld segjast hafa drepið leiðtoga ISIS, Abu Yusif í Sýrlandi. 

Bandaríski miðstjórnarherinn (Centcom) sagðist hafa gert loftárás á Yusif, sem einnig gengur undir nafninu Mahmud, á svæði sem er á valdi sýrlenska stjórnarhersins og rússneskra hersveita áður en Bashar al Assad féll af stalli sínum nýlega.

Annar liðsmaður ISIS féll einnig í árásinni, að sögn bandarískra embættismanna.

Yfirmaður Centcom, hershöfðinginn Michael Erik Kurilla, sagði: „Eins og áður segir munu Bandaríkin, sem vinna með bandamönnum og samstarfsaðilum á svæðinu, ekki leyfa ISIS að nýta sér núverandi ástand í Sýrlandi og endurreisa sig. ISIS hefur þann ásetning að frelsa úr haldi yfir 8.000 ISIS-liðsmenn sem nú eru í haldi í Sýrlandi. Við munum beina spjótum okkur harkalega að þessum leiðtogum og liðsmönnum, þar á meðal þá sem reyna að framkvæma hernaðaraðgerðir utan Sýrlands.“

Vígasveitir ISIS lögðu undir sig hluta Íraks og Sýrlands árið 2014 og notfærðu sér borgarastríð þess síðarnefnda til að gera tilkall til landsvæðis áður en þeir lýstu sjálfir yfir kalífadæmi síðla árs 2015.

Þegar völd samtakanna stóðu sem hæst bjuggu um 12 milljónir manna undir stjórn ISIS, þar sem vígamenn framfylgja öfgakenndri túlkun á íslömskum lögum og framkvæma fjöldamorð á minnihlutahópum. Hins vegar var þeim ýtt til baka af bandalagi herafla og misstu stjórn á öllu yfirráðasvæði sínu í Miðausturlöndum árið 2019.

- Auglýsing -

Þeir hafa haldið áfram uppreisnartilraunum á svæðum Sýrlands, Íraks og Afganistan, á meðan meðlimir þeirra hafa enn viðveru á svæðum innan Afríku.

 

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -