- Auglýsing -
Bandarísk F-16 herþota hrapaði í sjóinn við Suður-Kóreu í gær en bandaríski herinn greindi frá þessu í dag.
Vélarbilun kom upp um borð í herþotu Bandaríkjahers en flugmaðurinn náði að losa sig úr vélinni áður en hún hrapaði til sjávar. Björgunarsveitir Suður-Kóreu tókst að bjarga manninum og þakkaði herinn fyrir aðstoðina. „Við erum mjög þakklát björgunarsveitum Kóreu og öllum liðsfélögum okkar sem björguðu flugmanninum eins fljótt og auðið var,“ sagði Matthew C. Gaetke ofursti, yfirmaður flugsveitarinnar.