Björgunaraðgerðir eru hafnar á grísku eyjunni Amorgos eftir að bandarískur lögreglumaður á eftirlaunum hvarf á meðan hann var í gönguferð, nokkrum dögum eftir andlát sjónvarpslæknisins Michael Mosley við svipaðar aðstæður.
Eric Calibet (59), hafði verið í fríi á eyjunni en vinur hans tilkynnti hvarf hans seinni partinn í fyrradag.
Calibet fór í hina krefjandi fjögurra tíma gönguferð, frá Aegiali til Katapola um 7:00, samkvæmt staðbundnum fjölmiðlum. Vinur hans tilkynnti hvarfið til lögreglunnar á Amorgos eftir að hann var ekki kominn aftur átta tímum síðar. Yfirvöld hafa ekki getað haft samband við Calibet í gegnum annan hvorn tveggja farsíma hans.
Björgunaraðgerð hófst síðdegis á þriðjudag og hófst aftur í gærmorgun með liðsauka frá Naxos-eyju í nágrenninu.
Lögreglan hefur óskað eftir gögnum frá farsímafyrirtækjum til að ákvarða síðasta þekktu staðsetningu Calibet á eyjunni, sem hefur um það bil 2.000 íbúa.
Hvarf bandaríska ferðamannsins gerðist nokkrum dögum eftir að þekkti sjónvarpslæknirinn Michael Mosley fannst látinn á nágrannaeyjunni Symi í Grikklandi eftir umfangsmikla fimm daga leit.