Listamaðurinn Banksy hefur opnað vefverslun.
Breski listamaðurinn Banksy hefur opnað vefverslun undir yfirskriftinni Gross Domestic Product. Þar er hægt að versla fjölbreytt verk eftir hann. Hann vill þó tryggja að ekki hver sem er geti keypt verk í gegnum síðuna.
Þessu er sagt frá á vef BBC. Þar segir að það sé skilyrði að kaupendur hafi áhuga á verkum hans en séu ekki bara að kaupa Banksy-verk af því að það er góð fjárfesting. Þá þurfa keupendur að svara spurningum og munu óháðir aðilar fara í gegnum svörin. Er þetta meðal annars gert til að útiloka að listaverkasalar kaupi verk auðveldlega.
„Vinsamlegast kauptu verk af því að þér líst vel á það, ekki vegna þess að þú telur það vera góða fjárfestingu,“ segir m.a. á vefnum.
Sjá einnig: Íhugar tilboð upp á 15,2 milljónir