MMA-bardagakappinn Dillon Danis birti í vikunni myndband af eineltisseggi að taka barn hálstaki með þeim hætti að fórnarlambið missti meðvitund. Í myndbandinu skipar eineltisseggurinn fórnarlambinu að hlýða sér, sem það gerir. Skömmu eftir hálstakið missir fórnarlambið meðvitund og sleppir eineltisseggurinn fórnarlambinu í framhaldinu á jörðina og fer myndatökurmaðurinn að skellihlæja. Ekki liggur þó fyrir hvaða unglingar eru þarna á ferðinni eða hvort lögreglan blandaði sér í málið. „Mér verður flökurt að sjá svona. Strákurinn hefði getað dáið. Ef við komust að því hvað strákurinn heitir þá skal ég kaupa fyrir hann tíma á Jiu Jitsu námskeiði,“ skrifaði bardagakappinn á Twitter. Einhverjir töldu þó að það væri kaldhæðnislegt að maður sem vinnur við bardagaíþróttir þar sem fólk er tekið hálstökum sé að setja sig á háan hest í þessum málum. „Ég er fagmaður sem hefur æft Jiu-Jitsu í 15 ár, nota rétta tækni og veit hvenær á að sleppa,“ svaraði Danis.