Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Bardagamenn Hamas í hörðum átökum við Ísraelsher – Þyrla sótti hermenn á flótta

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vopnaður armur Hamas segir að bardagamenn þeirra hafi „tekið þátt í hörðum átökum“ við ísraelska hermenn sem ruddust inn í suðurhluta Zeitoun-hverfisins og drepið og sært suma þeirra.

Í tilkynningu á Telegram, bættu Qassam-sveitirnar því við að þyrla hefði komið á svæðið og rýmt hermennina.

Í Rafah, í suðurhluta Gaza, réðust bardagamenn á hermenn inni í Kamal Adwan-skólanum í Tal as-Sultan hverfinu með hitaþolnum eldflaugum. Einn hermaður lést og annar slasaðist að sögn bardagamannanna.

Þá réðust þeir einnig á Merkava-skriðdreka Ísraelshers í sama hverfi með al-Yassin 105 eldflaug.

Að minnsta kosti 40.000 Palestínubúa hafa verið myrtir af Ísraelsher frá því að uppreisnarmenn Hamas gerðu mannskæða árás á Ísrael 7. október í fyrra, þar sem 1.139 manns voru myrtir. Um það bil 16.500 börn hafa verið myrt af Ísraelsher á sama tímabili. Þá er meira en 10.000 manns saknað.

Al Jazeera sagði frá málinu.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -