Lögreglumaður í San Diego í Bandaríkjunum skaut barn með þeim afleiðingum að það dó. Lögreglan í San Diego hefur birt myndband þar sem 16 ára strákur var skotinn til bana þegar hann var á flótta undan mönnum sem höfðu dregið upp byssu og skotið í áttina til hans á lestarstöð. Lögreglumaður sem var að sinna öðru ótengdu útkalli mætti drengnum þegar hann var á flótta með fyrrnefndum afleiðingum. Ekki er hægt að sjá að 16 ára drengurinn hafi sýnt af sér ógnandi hegðun þegar lögreglumaðurinn skaut hann en þegar leitað var á fórnarlambinu fannst byssa innanklæða að sögn lögreglu. Að sögn yfirvalda átti atvikið sér stað í lok janúar. Unglingurinn var í fluttur á spítala þar sem hann lést af sárum sínum og er saksóknari San Diego að rannsaka málið.