Mánudagur 13. janúar, 2025
2.2 C
Reykjavik

Barnabarn Robert De Niro er látið, aðeins 19 ára: „Minn fallegi, ljúfi engill“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Barnabarn Roberts De Niro, Leandro De Niro Rodriguez er látinn, aðeins 19 ára að aldri. Þetta tilkynnti harmi slegin móðir hans.

Mirror segir frá því að Drena De Niro, dóttir Hollywood-goðsagnarinnar Robert De Niro og leikkonunnar Diahnne Abbot, hafi deilt sorgarfréttunum á Instagram en þar birti hún ljósmynd af syni sínum. Ekki hafa dánarorsök verið gefin upp.

Hin 51 árs Drena sagði: „Minn fallegi, ljúfi engill. Orð geta ekki lýst ást minni á þér, frá því augnabliki er ég fann fyrir þér í maga mínum. Þú hefur verið gleði mín, hjarta mitt og allt sem var hreint og raunverulegt í mínu lífi. Ég vildi að ég væri með þér akkurat núna. Ég vildi að ég væri með þér. Ég veit ekki hvernig ég get lifað án þín en ég reyni að halda áfram og dreifa ástinni og ljósinu sem þú lést mig finna með því að fá að vera mamma þín. Þú varst svo innilega elskaður og vel metinn og ég vildi að ástin ein hefði getað bjargað þér. Mér þykir þetta svo leitt elskan mín. Mér þykir þetta svo leitt @carlosmare. Hvíldu í friði og eilífri paradís elsku drengurinn minn.“

Fjölmörg minningarorð hafa birst á samfélagsmiðlunum en leikkonan Lana Parrilla skrifaði: „Drena, mér þykir þetta svo rosalega leitt. Sendi þér gríðarmikla ást, bænir og styrk. Megi Guð vera með þér og öllum sem elska yndislega drenginn þinn.“

Leikkonan Rosie Perez skrifaði: „Sjokkeruð! Mér þykir þetta svo leitt! Við erum öll hér fyrir þig !!! Ég elska þig of mikið!“

Þá sagðist rithöfundurinn Victoria Gotti vera „hryggbrotin“ eftir að hafa heyrt fréttirnar.

- Auglýsing -

Faðir Leandro, Carlos Mare birti svarta mynd á Instagramminu sínu en hefur ekki skrifað neina yfirlýsingu.

Leandro hafði fetað í fótspor fjölskyldu sinnar og leikið í kvikmyndum á borð við A Star is Born árið 2018. Þá birtist hann einnig í kvikmyndunum The Collection árið 2005 og Cabaret Maxime árið 2018.

Móðir Leandro, Drena, er ættleidd dóttir Roberts og eiginkonu hans fyrrverandi, Diahnne Abbot. Þau eiga einnig soninn Raphael.

- Auglýsing -

Robert á einnig börnin Julian, Elliot, Helen og Gia.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -