Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Barnfóstra tveggja ára drengs skrapp í sturtu – Lík hans fannst daginn eftir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Yfirvöld í Michigan hafa staðfest að kafarar hafi fundið lík ungs drengs í á en hann týndist í gær.

Lík hins tveggja ára Jermain Jones fannst í Lookin Glass ánni um klukkan 16:00 í dag að staðartíma. Sean Dush, lögreglustjóri Clinton-sýslu staðfesti það við WLNS News.

Blessuð sé minning hans.

Leitarmenn eyddu megninu af deginum í að leita í byggingum í hverfinu, ásamt því að leita í skóglendi og nálægum ám, í von um að finna vísbendingar um það hvert drengurinn hefði farið, útskýrði lögreglustjórinn. Samkvæmt honum aðstoðuðu lögreglumenn víða úr ríkinu, við leitina.

Samkvæmt Dush, sagði barnfóstra stráksins rannsakendum að drengurinn hafi verið heima með henni í gær. Hún útskýrði að hún hefði skroppið í sturtu í minna en tíu mínútur en þegar hún hafi komið úr henni hefði drengurinn verið horfinn.

Fyrstu símtöl vegna hvarfs drengsins bárust lögreglunni í Clinton-sýslu um klukkan 14:05 en lögreglan stökk strax til og hófu þegar leit.

Kafarar og þyrlusveitir ríkislögreglunnar voru kallaðar út í leitinni að Jermaine, er hitastigið lækkaði í 4,4 gráður Celsius, á svæðinu. Flygildi og hitamyndavélar voru einnig notaðar við leitina að litla drengnum.

- Auglýsing -

Samkvæmt bæjarfjölmiðlum á svæðinu voru meira en hundrað sjálfboðaliðar að aðstoða yfirvöldum við leitina.

Aðeins er liðin vika frá því að hin níu ára gamla Charlotte Sena fannst í felum inni í skáp í húsbíl í eigu Craig Ross Jr., eftir að hann hafði rænt henni úr garði í New York.

Charlotte hafði verið að tjalda með fjölskyldu sinni í Moreau Lake State-garðinum þegar hún ákvað að fara í hjólatúr um svæðið en var að lokum rænt af Craig.

- Auglýsing -

Mirror sagði frá málinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -