Lögreglan hefur borið kennsl á mannvistarleifar sem fundust á akri í Sutton-in-Ashfield. Um er að ræða leifar manns sem týndist fyrir 56 árum síðan. Skriða komst á málið eftir opinbert ákall lögreglunnar um upplýsingar um málið varð til þess að barnabarn steig fram.
Lögreglufulltrúar voru fyrst kallaðir á vettvang við Coxmoor-veg eftir að vegfarandi fann bein þann 26. apríl síðastliðinn. Lokað var fyrir umferð á svæðinu og allt flug bannað einnig, þar á meðal drónaflug, á meðan lögreglan rannsakar vettvanginn.
Alfred Swinscoe hvarf snemma árs 1967, er barnabarn hans, Russell Lowbridge var aðeins fjögurra ára gamall en Alfred hafði verið á kenderíi á Miners Arms barnum í Pinxton í Derbyskíri. Fjölskylda hans hefur beðið í 56 ár eftir svörum um hið dularfulla hvarf Alfreðs.
Lowbridge, sem nú er sextugur, hafði samband við lögregluna eftir að hún auglýsti eftir upplýsingum um líkamsleifar sem fundust við Coxmoor-veg en hafði ekki verið búið að bera kennsl á enn. DNA-sýni voru borin saman úr Russell og syni Alfreds, sem nú er á áttræðisaldri. Kom í ljós að DNA-sýnin pössuðu við DNA sem fannst í beinunum.
Lögreglan segist vita hvernig Alfred var myrtur og að teymi dyggra rannsóknarlögreglumanna ynnu nú við hlið vísindamanna við að finna morðingja Alfreds. Swinscoe var sex barna námuverkamaður og bjó í hinu litla þorpi Pinxton í Derbyskíri er hann týndist. Alfred vann í Langton Colliery námunni frá fjórtán ára aldri en hann sást síðast þann 20. janúar árið 1967. Hann var „skeri“ þekktur fyrir að stjórna vél sem skar stóra klumpa af kolum úr kolaflötinni svo aðrir brotnuðu síðan niður.
Hann var kallaður „Spörfuglinn“ og var einnig þekktur sem „Dúfumeistarinn frá Pinxton“ vegna ástar hans á dúfukappleik. Fjögur af sex börnum hans eru enn á lífi og þá á hann fjöldi barnabarna.
Síðast sást til hans í Miners Arms í Vestur-Kirkjustræti í Pinxton, en það var vinsæll bar meðal námuverkamanna. Knæpan, sem nú hefur verið breytt í íbúðarhús, er staðsett nálægt þeim stað sem bein Alfred fundust.
Fjölskylda hans hefur verið sagt frá niðurstöðu DNA-rannsóknarinnar og hefur hlotið aðstoð sérstaklega þjálfaðra fulltrúa á meðan á þessari flóknu rannsókn stendur. Lögreglan er nú smá saman að mála upp mynd af lífi Alfreds, hverja hann þekkti og tímaröðina á atburðum dagins sem hann hvarf.
Það er talið að Alfred hafi setið á drykkju með tveimur sonum sínum og vinum, kvöldið sem hann hvarf. Hann sást síðast klukkan hálf 12 að kvöld, er hann gaf syni sínum pening svo hann gæti keypt næsta umgang. Hann skrapp svo til að nota útikamarinn en snéri aldrei aftur.
Telja rannsóknarlögreglumenn að Alfred hafi verið myrtur og grafinn á beitilandi, sirka fjögur til sex fet ofan í jörðina. Á beinagrindinni fundust nokkrir alvarlegir áverkar, sem verða rannsakaðir nánar. Þá verða framkvæmdar frekar prófanir til að sjá nákvæmlega hvernig hann var myrtur og hvað hann hefur lengi legið þar sem hann fann. Þá er einnig verið að rannsaka föt sem fundust með beinunum, þar á meðal tveir sokkar og skór.
Aðstoðarlögreglustjórinn Rob Griffin sagði: „Ég get ekki ímyndað mér hversu átakanlegt það hefur verið fyrir fjölskyldu Afred að þurfa að bíða í 56 ár eftir svörum. Sumir meðlimir fjölskyldunnar eru ekki lengur meðal okkar en þau dóu án þess að vita hvað kom fyrir ástvin þeirra þessa nótt. Það eina sem þau vissu var að Alfred fór á barinn eitt kvöldið og kom aldrei aftur heim. Við vitum að Alfred var myrtur. Við vitum það því það er greinlegt að hver sem gerði þetta gróf hann við Coxmoor-veg í þeirri von um að hann fyndist aldrei. Þrátt fyrir að glæpurinn var framinn fyrir meira en 50 árum, mun það ekki stoppa okkur í að nota öll okkar ráð til að komast að því hver morðinginn er. Við viljum þakka fjölmiðlum og almenningi fyrir að dreifa beiðni okkar áfram, sem varð til þess að sonarsonur Alfred steig fram. Í síðustu viku vissum við ekki hver maðurinn í enginu var en vorum búnir að útiloka öll þrjú mannshvörfin héðan með DNA-rannsóknum.“
Enn hélt Griffin áfram: „Við vissum að um væri að ræða karlmann á milli 40 til 60 ára í aldri og að hann hefði verið um 165 cm á hæð. Nú erum við með nafnið hans. Ef við getum skilið hvernig lífi hann lifði, þá getum við skilið hvernig hann dó. Rannsókninni miðar mjög hratt en við viljum aftur biðla til almennings um hjálp. Við viljum heyra í öllum sem hafa einhverjar upplýsingar um Alfred. Þekktir þú hann? Varstu á Miners Arms í Pinxton á sama tíma og Alfred? Ertu með einhverjar upplýsingar sem geta hjálpað okkur að vita hvað gerðist þetta kvöld?“
„Eftir því sem tíminn líður, minnkar tryggðin og við vonum að fólk sem hafði upplýsingar um málið á sínum tíma, muni stíga fram núna. Það er óhugsandi annað en að finna út hvað kom fyrir Alfred, ekki aðeins til að færa fjölskyldunni frið, heldur einnig svo hægt sé að sækja þann sem ber ábyrgðina til saka. Morðinginn gerði sex börn föðurlaus. Morðingi hans stal af honum tækifærið á að byggja upp traust og varanleg tengsl sem oft er á milli ömmu og afa og barnabarna. Morðinginn skyldi þau eftir með ósvaraðar spurningar í áratugi, um það hvað kom fyrir ástvin þeirra. Við vonum að almenningur geti hjálpað okkur að finna sannleikann.“
Nottingham Post skrifaði um málið.