Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

„Of mikið að gefa fyrr­ver­andi for­seta færi á að gera sig gildandi sem ein­ræðis­herra“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrum for­seti Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, ætti ekki að fá að bjóða sig aftur fram í op­in­berr­ar stöðu eft­ir að hafa átt þátt í til­raun til vald­aráns í landinu.

Er þetta mat rann­sókn­ar­nefnd­ar full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings, sem sett var á fót vegna árás­inn­ar á þing­húsið í janú­ar í fyrra, þar sem fylgj­end­ur Trump réðust af hörku inn í þing­húsið.

Er þetta á meðal þeirra til­lagna sem koma fram í 845 blaðsíðna skýrslu nefnd­ar­inn­ar áðurnefndu, til að tryggja að ekk­ert í lík­ingu við það sem átti sér stað í Washington í janú­ar 2021, ger­ist á nýjan leik.

Bennie Thompson.

„Það hef­ur verið gengið alltof langt í að gefa sigruðum fyrr­ver­andi for­seta færi á að gera sig gildandi sem ein­ræðis­herra; ráðast að lýðræðis­leg­um stofn­un­um Bandaríkjanna og hvetja til of­beld­is,“ sagði Bennie Thomp­son, en hann er formaður nefnd­ar­inn­ar góðu, þegar skýrsl­an var kynnt í gær.

Kemur þar fram að lög­gjaf­inn er hvatt­ur eindregið til þess að gera þær breyt­ing­ar á lög­um sem þarf til að koma í veg fyr­ir að Trump og aðrir sem hvetja til vald­aráns fái ekki að gegna op­in­ber­um stöðum í Bandaríkjunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -