Mánudagur 20. janúar, 2025
2.2 C
Reykjavik

Biden táraðist á landsfundi Demókrata: „Hún er hörð, hún hefur reynslu og hefur gríðarleg heilindi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Joe Biden táraðist þegar hann steig á sviðið á landsfundi Demókrataflokknum í Chicago-borg í gærkvöldi.

Biden hélt ræðu fyrir troðfullum sal í Chicago fyrsta kvöld landsþings Demókrata, þar sem hann varði forsetatíð sína og snerti á mörgum þeirra mála sem hann barðist fyrir árið 2020 og aftur á þessu ári áður en hann ákvað að stíga til hliðar um miðjan júlí, eftir hörmulega frammistöðu í kappræðum gegn Donald Trump.

„Eins og mörg ykkar, gaf ég þessari þjóð hjarta mitt og sál,“ sagði hann, undir lok næstum klukkutíma langs ávarps en áhorfendur hrópuðu „Takk, Joe“.

Biden hafði gengið út á sviðið eftir að hafa verið kynntur af dóttur sinni Ashley og eiginkonu, Jill, sem sagði áhorfendum að hún hafi séð hann „grafa djúpt í sál sína“ þegar hann ákvað að hætta í forsetakosningunum.

Eftir að hafa faðmað Ashley, þurrkaði hann tárin með vasaklúti. Forsetinn lagði síðan hönd sína við hjartastað, rétti úr bakinu við ræðupúltið og brosti sínu breiðasta undir ánægjuópum áhorfenda.

Í ræðu sinni hrósaði Biden varaforseta sínum, Kamölu Harris í hvívetna.

- Auglýsing -

„Að velja Kamölu var fyrsta ákvörðunin sem ég tók þegar ég varð tilnefndur sem forsetaefni okkar og það er besta ákvörðun sem ég tók allan minn feril,“ sagði hann. „Hún er hörð, hún hefur reynslu og hefur gríðarleg heilindi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -