Laugardagur 21. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Biden þótti óskýr og kraftlaus í kappræðunum: Sagði Trump hafa „siðferði á við villikött“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Joe Biden Bandaríkjaforseti þótti ekki standa sig vel í kappræðunum á CNN í gær en hann þótti óskýr í máli og kraftlaus.

Kate Bedingfield, fyrrverandi samskiptastjóri Biden, var á CNN strax eftir kappræðurnar og hún var skýr: „Það eru ekki hægt að neita því, þetta var ekki góð kappræða fyrir Joe Biden.“

Sagði hún að aðalmálið fyrir hann hafi verið að sanna að hann hefði orku og þol og það hafi mistekist.

Þegar leið á umræðuna byrjaði Biden eins og hnefaleikamaður sem er kominn upp við reipið, að taka miklar sveiflur gegn andstæðingi sínum til að reyna að breyta skriðþunganum. Nokkrar af þessum sveiflum lentu á og ögruðu forsetanum fyrrverandi sem brást reiðilega við.

Að fyrstu umræðurnar sem stjórnendur CNN tóku upp voru um helstu kjósendamálin, efnahags- og innflytjendamál, sem kannanir sýna að Bandaríkjamenn treysta Donald Trump meira fyrir, gerði hins vegar vandamálið verra fyrir forsetann.

„Ég veit í raun ekki hvað hann sagði í lok þessarar setningar, og ég held að hann hafi ekki gert það heldur,“ sagði Trump eftir annað svar Biden. Sú lína gæti hafa súmmerað upp kvöldið.

- Auglýsing -

Forsetinn fyrrverandi bauð að mestu upp á agaða og lipra frammistöðu. Hann forðaðist hvers konar truflanir og skot sem gróf undan fyrstu kappræðum hans árið 2020 og sneri umræðunni aftur að árásum á feril Bidens í hvert skipti sem hann gat.

Hann setti ítrekað fram fullyrðingar sem voru ekki studdar af staðreyndum sem og beinum lygum, en herra Biden gat að mestu leyti ekki komið honum í hornið, svo myndlíkingin við boxið haldið áfram.

Þegar umræðuefnið snerist um fóstureyðingar, beindi forsetinn fyrrverandi ítrekað athygli að því sem hann sagði vera öfgar Demókrataflokksins. Hann hélt því fram, ranglega, að demókratar styðji fóstureyðingar eftir að börn eru fædd.

- Auglýsing -

Fóstureyðingar er mál sem hefur reynst vera veikleiki fyrir Trump og repúblikana almennt frá því að Roe gegn Wade- dómsmálið, sem hafði verndað stjórnarskrárvarinn rétt til fóstureyðinga, var hnekkt af hæstarétti árið 2022. En árásir Biden á þann veika punkt Trumps, þar sem hann hefði getað skorað stig, mistókust.

„Þetta hefur verið hræðilegt, það sem þú hefur gert,“ sagði forsetinn.

Stuttu eftir að umræðunni lauk, viðurkenndi Kamala Harris varaforseti að forsetinn hefði byrjað „hægt“ en sagði hann hafa endað sterkur. Samkvæmt BBC sem fjallaði um málið, er um að ræða of bjartsýna skýringu á kappræðunum hjá Harris en tekur þó fram að Biden hafi skánað þegar leið á.

Í einni eftirminnilegri línu benti Biden á sakfellingu Donalds Trump vegna ákæru sem stafaði af meintum kynferðislegum tengslum við klámstjörnuna Stormy Daniels og sagði að forsetinn fyrrverandi hefði „siðferði á við villikött“.

„Ég stundaði ekki kynlíf með klámstjörnu,“ svaraði Trump reiðilega.

Trump þurfti einnig að verja sig þegar svaraði um viðbrögð sín við árásinni á höfuðborg Bandaríkjanna 6. janúar. Hann reyndi upphaflega að breyta spurningu um ábyrgð sína á þinguppþotinu, með því að fordæmina feril Bidens, en að þessu sinni vildi forsetinn ekki sleppa honum af önglinum, svo veiðimyndlíking sé notuð.

„Hann hvatti þetta fólk til að fara upp að Capitol Hill. Hann sat þarna í þrjár klukkustundir þegar aðstoðarmenn hans báðu hann um að gera eitthvað,“ sagði Biden. „Hann gerði ekki neitt.“

Forsetinn fyrrverandi vék sér ítrekað undan því að svara hvort hann myndi sætta sig við niðurstöðu kosninganna 2024.

Í nútímasögu Bandaríkjanna hefur engin kappræða verið haldin svo snemma en ástæðan er að hluta til vegna þess að Biden-teymið vildi hafa það þannig. Ein ástæðan er að teymið vildi reyna beina fókusnum á Trump fyrr á kosningatímabilinu í von um að bandarískir kjósendur yrðu minntir á óreiðukennda forsetatíð hans.

En fleiri munu tala um frammistöðu Bidens eftir þessa kappræðu en fyrrverandi forsetann.

Önnur ástæða fyrir því að Biden-teymið gæti hafa viljað kappræðurnar þetta snemma er sú að það myndi gefa frambjóðanda sínum meiri tíma til að jafna sig eftir slaka frammistöðu. Á endanum getur þetta verið það sem veitir þeim huggun eftir gærkvöldið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -