Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Bill Clinton fluttur á sjúkrahús

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslandsvinurinn og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna var í gær fluttur á sjúkrahús. Ástæða þess er sögð var hár hiti.

Hinn 78 ára gamli Clinton var fluttur á Georgetown-háskólasjúkrahúsið í Washington D.C. þar sem hann gekkst undir rannsóknir. Aðstoðarstarfsmannastjóri forsetans fyrrverandi sagði að Clinton væri undir eftirliti lækna og liði ágætlega.

Þetta er ekki fyrsta skipti sem Clinton hefur þurft að fara á sjúkrahús en eins og frægt er þurfti hann að fara í hjáveituaðgerð á hjarta árið 2004 og grínuðust margir Íslendingar með að hjarta hans hafi ekki ráðið við hina íslenzku pylsu sem forsetinn snæddi í heimsókn sinni á landinu. Þá þurfti að græða stoðnet í hjartaslagæð hans árið 2010 en Clinton gerðist grænmetisæta snemma á öldinni til að bæta heilsu sína.

Bill Clinton var forseti Bandaríkjanna frá 1993 til 2001.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -