Lögreglan í Cheshire, Englandi, hefur fundið lík konu sem leitað hafði verið í skamma stund.
Thea Newton, 29 ára hafði síðast sést klukkan 01:30, aðfaranótt 16. júní, heima hjá sér í Warrionton. Leit hófst þegar lögreglan fann bifreið hennar í bílastæði nærri Sunflower Drive. Notast var við hjálparsveitir og flygildi við leitina. Daily Mail fjallaði um málið.
Það var daginn eftir, sem Newton fannst látin og voru ættingjar og ástvinir látnir vita. Talsamaður lögreglunnar sagði að hún hefði því miður fundið lík. „Enginn grunur er um glæpsamlegt athæfi í tengslum við andlátið en skjal verður útbúið fyrir dánardómsstjóra.“
Fröken Newton, sem var upprunalega frá Clitheroe, vann á líkamsræktarstöð í bænum.
Lögreglan hafði áður en lík hennar fannst, biðlað til almennings um að reyna að finna Newton og að lögreglan hefði „vaxandi áhyggjur“ af velferð hennar.