Palestínski blaðaljósmyndarinn Motaz Azaiza birti ljósmyndina sem mun aldrei renna honum úr minni, á X-inu í dag.
Motaza Azaiza er þekktur blaðaljósmyndari frá Gaza-ströndinni en hann hefur verið duglegur að mynda þann hrylling sem hefur átt sér stað og er enn að eiga sér stað á Gaza, þar sem Ísraelsher stundað grimmilegan hernað gegn Hamas en Sameinuðu þjóðirnar hafa reyndar kallað þetta „stríð gegn börnum“ enda hafa yfir 12.000 börn verið drepin í árásunum.
Ljósmyndarinn birti skelfilega ljósmynd sem hann tók en hann segist ekki geta gleymt henni. Ljósmyndin sýnir illa leikið lík barns sem drepið var í árás Ísraelshers en Motaza bjóst við að sjá slasaðan einstakling, þegar bílhurð sjúkrabílsins opnaðist en við blasti hin hryllilega sjón.
Við færsluna skrifaði ljósmyndarinn eftirfarandi texta:
„Í hverju einasta viðtali sem ég fer í hjá alþjóðlegum fjölmiðlum, spyrja þeir mig um myndina sem ég get ekki gleymt.
Þetta er myndin, ég mun aldrei gleyma hvernig hjartsláttur minn fór úr núlli í hundrað á innan við sekúndu.
Ég gat ekki einu sinni beint auganu í gegnum leitara í myndavélinni minni, ég hélt að neyðarviðbragðsaðilinn hafi opnað sjúkrabílshurðina til að ná í slasaðan einstakling.“
Ljósmyndin er hér fyrir neðan en er alls ekki fyrir viðvæma.