Animal Humane Society, í Minnesota fylki í Bandaríkjunum bjargaði á dögunum 47 köttum úr bifreið. Kettirnir höfðu búið í bílnum, ásamt eiganda sínum, um nokkurt skeið en hitinn á svæðinu fór upp í 32 gráður á þriðjudag. Þá sögðu starfsmenn Animal Humane Society að hitinn í bílnum hafi verið óbærilegur.
Þrátt fyrir slæmar aðstæður glímdu kettirnir aðeins við minniháttar heilsufarsvandamál en skömmu áður hafði eigandi þeirra gefið fjórtán aðra ketti úr bílnum. Að sögn starfsmanna var eigandi samvinnuþýður og mótmælti ekki aðgerðunum. Kisunum verður nú komið fyrir á dýraspítala en stefnt er að því að finna ný heimili fyrir þær.
Sky news fjallaði um málið