Stúlkubarn sem fæddist undir rústum bygginga í Sýrlandi var bjargað á dögunum en þykir það kraftaverk að náðst hafi að bjarga barninu. Fréttamiðillinn Mirror greindi frá því að móðir barnsins hafi verið komin af stað í fæðingu á mánudaginn þegar jarðskjálfti að að stærð 7,8 stig varð á svæðinu. Barnið er nú komið í öruggt skjól og undir læknishendur.
Foreldrar stúlkunnar létust bæði í jarðskjálftanum en stúlkubarnið er sagt hafa fæðst undir rústunum og er hún nú kölluð kraftaverkabarnið. Rúmlega fimm þúsund manns hafa nú látist og hundruði bygginga hafa hrunið. Skjálftinn er ein mannskæðasta náttúruhamför á þessari öld. Tugir landa hafa sent björgunarsveitir til að aðstoða við leitina en sérfræðingar hafa varað við því að líkurnar á því að finna fólk sem er enn á lífi í rústunum fari sífellt minnkandi.