Rússnesk yfirvöld hafa ákært blaðamanninn Roman Popkov fyrir að skipuleggja hryðjuverkaárásina sem drap stríðs-bloggarann Vladlen Tatarsky í Sánkti Pétursborg 2. apríl síðastliðinn.
Popkov sem var eitt sinn í forrystu Þjóðernisflokks Bolsévika, sem nú er bannaður í Rússlandi, var handtekinn árið 2020, á meðan á mótmælum stóð í Minsk, Belarús. Síðustu ár hefur hann búið í Kænugarði en yfirvöld í Kreml hafa nú sett hann á lista yfir öfga- og hryðjuverkamenn. Hinar nýju ákærur vegna hryðjuverka hafa verið birtar í fjarvist Popkov. Sagt er frá málinu á Meduza.
Samkvæmt rannsóknarlögreglunni skiptist Popkov á skilaboðum við Dariu Trepova, sem grunuð er um borðið á Tatarsky en þar á hann að hafa gefið henni fyrirmæli. Síðar afhenti Trepova honum Tatarsky styttu sem fyllt var sprengiefnum, á kaffihúsi en þar var viðburður í gangi tengdur bloggaranum. Sprengjar drap Tatarsk.
Áður hafði Popkov verið settur á lista innanríkisráðuneytisins yfir eftirlýsta menn en nákvæm ástæða fyrir því liggur ekki fyrir.
Popkov neitar að hafa komið nokkuð að sprengjutilræðinu. Segist hann einungis þekkja Trepova í gegnum samfélagsmiðla.